ÞJÓNUSTA

Kvörðun hitanema

Stýring hefur yfir að ráða fullkomnu hitakvörðunartæki Fluke 9144 og býður uppá þá þjónustu að kvarða hitanema. Hægt er að koma með eða senda hitanemana til kvörðunar á Dalveg 16A í Kópavogi eða við mætum á staðinn og framkvæmum kvörðunina þar.

Sem dæmi er hægt að nota hitabrunninn til þess að sannreyna hvort hitagildi frá hitamæli skili sér rétt inn í framleiðslukerfi ( Skjákerfi ). 

Hitabrunnur

Hitamyndir

Stýring er með eina fullkomnustu hitamyndavél sem völ er á FLIR T640 og býður uppá þjónustu með myndatöku og greiningu á hitamyndum. Það að mynda rafmagnstöflur reglulega, getur auðveldlega komið í veg fyrir tjón af völdum ofhitnunar.Við framleiðslu sem krefst hitunar getur verið auðvelt að finna hvar best er að staðsetja hitanema og einnig að sjá hvar kulda pollar og eða ofhitnun á sér stað.

camTempPic

Mynd úr greinatöflu.

Hér sést greinilega að eitt af öryggjum er heitara.

IR_0007

DC_0008

Mynd úr stofntöflu.

Hér sést greinilega hitamunur á vartöppum.

IR_0446

DC_0447

Mynd af mjölþurrkara.

Hér sést vel hversu hitadreifingin var ójöfn og hvar þarf að bæta við elementum.

IR_1091

DC_1092